Cunha færist nær Man Utd - Manchester liðin vilja Costa - Aston Villa íhugar að selja Ollie Watkins
Næsta áskorun Kára í bikarnum - „Var mjög stressaður fyrir því"
Magnús Már: Það eru einhver nöfn á borðinu
Jón Þór: Vallarmálin á Akranesi mjög vandræðaleg og leiðinleg
Óskar Hrafn: Eru ekki einhver súkkulaði
Donni: Sigurmarkið var bara óvart
Sigurmarkið ekki „kúla beint í skeytin" - „Skot eins og Bríet segir örugglega sjálf"
Kristinn Aron: KR mikið betra en fyrir ári síðan
Óskar Hrafn: Framtíðin er sannarlega björt í Vesturbænum
Heimir: Þá missti hann bara tökin á leiknum
Már Ægis: Miklu betra að vera hérna heima
Rúnar: Helvítið hann Kristján Finnbogason þekkir allar vítaskyttur á landinu
Siggi Höskulds: Einhver mesti markaskorari sem ég hef séð í yngri flokkum
Fjórir leikmenn ÍR í páskafríi erlendis - „Með algjöru leyfi frá okkur"
Peter Jones með sitt fyrsta meistaraflokksmark: Þetta kemur ekki frá pabba
Halli Hróðmars: Mjög svekktur að hafa ekki getað spilað í Grindavík í dag
Adam Páls: Maður þarf að þroskast líka sem persóna
Alexander Rafn: Geðveikt að fá að læra af þessum leikmönnum
Eggert Gunnþór: Ríkjandi bikarmeistarar og við vissum alltaf að þetta yrði erfitt
Keppni sem okkur þykir vænt um - „Stefnum bara á Laugardalsvöll"
Jakob Gunnar skoraði gegn gömlu félögunum - „Skrítið en mjög skemmtilegt"
   þri 28. maí 2019 22:59
Ívan Guðjón Baldursson
Rafn Markús: Risastór sigur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rafn Markús Vilbergsson þjálfari Njarðvíkinga var ánægður með sögulegan sigur sinna manna gegn nágrönnunum í Keflavík fyrr í kvöld.

Liðin mættust í 16-liða úrslitum og er sigurinn sögulegur vegna þess að Njarðvík hefur aldrei áður komist svona langt í bikarnum.

„Þessi sigur var risastór, hann var alveg feykilega stór. Að komast í 8-liða úrslit er risastórt fyrir okkur og er þetta í fyrsta skipti í sögu félagsins," sagði Rafn Markús að leikslokum, sem aðhyllist fyrst og fremst sterkan og agaðan varnarleik.

„Þetta er okkar leikur og við gerum hann vel. Það er virkilega gott að halda hreinu tvo leiki í röð. Þetta er góður varnarleikur og markvarsla og við förum lítið út fyrir það svo sem."

Toni Tipuric fór meiddur af velli á 64. mínútu og var Rafn svekktur enda hefur Toni verið einn af bestu leikmönnum Njarðvíkinga. Atli Geir Gunnarsson leysti þó vel í skarðið. Rafn hrósaði svo Brynjari Atla Bragasyni fyrir frábæra frammistöðu í markinu. Hann var að láni hjá Víði í Garði í fyrra.

„Brynjar er okkar markmaður og hefur verið hjá okkur síðan hann var smá gutti. Það var partur af þessu í fyrra að fara út í Garð og hann stóð sig vel þar, var held ég besti maður Víðis í fyrra. Hann kemur öflugur til okkar í ár og hefur spilað nokkra leiki feykivel."
Athugasemdir
banner
banner