Guehi vill fara til Liverpool - Viðræður við Gordon ganga illa - Man Utd skoðar stjóra
banner
   lau 28. september 2024 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Barcelona fær sekt og stuðningsmenn settir í bann
Mynd: Getty Images

UEFA hefur sektað Barcelona um tíu þúsund evrur vegna hegðunnar stuðningsmanna liðsins í tapi Barcelona gegn Monaco í fyrstu umferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar.


Leikurinn fór fram í Monaco þar sem heimamenn unnu 2-1 en Barcelona lék manni færri lengst af þar sem Eric Garcia var rekinn af velli snemma leiks.

Stuðningsmenn Barcelona voru með kynþáttafordóma og hefur UEFA bannað Barcelona að selja miða á næsta útileik liðsins í Meistaradeildinni.

Liðið mætir Rauðu Stjörnunni í Belgrad í fjórðu umferð þann 6. nóvember.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner