Guehi vill fara til Liverpool - Viðræður við Gordon ganga illa - Man Utd skoðar stjóra
   lau 28. september 2024 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Postecoglu: Son hefur spilað meira en ég hefði viljað
Mynd: EPA

Mikið umtal hefur verið um álag á leikmenn í fótboltanum í dag með fjölgun leikja í Meistaradeildinni og fyrirhuguðu HM félagsliða næsta sumar.


Hinn 32 ára gamli Heung min Son hefur m.a. gagnrýnt leikjaálagið en Ange Postecoglou, stjóri Tottenham, segir að Son hafi spilað meira en stjórinn hefði viljað á þessu tímabili.

„Nei, ég hefði viljað létta á álæginu á honum fyrri hluta ársins. Við misstum RIcharlison, svo Solanke, svo Odobert. Hann hefur spilað meira en ég hefði viljað," sagði Postecoglou.

„Það hefur ekkert með aldur að gera. Það hefur engin áhrif á hann. Þetta er meira að svona álag í nútíma fótbolta er ekki sjálfbært. Við höfum talað mikið um leikjaálagið. Það hefur verið rætt að hluti af ábyrgðinni liggi hjá okkur, meðan planið er svona verðum við að reyna að verja leikmennina okkar og við þurfum að hugsa vel um Son."


Athugasemdir
banner
banner