Guehi vill fara til Liverpool - Viðræður við Gordon ganga illa - Man Utd skoðar stjóra
banner
   lau 28. september 2024 07:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Hvarflaði ekki að Sigga að hætta - „Verð að kvitta fyrir það undir eins"
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Það var mikil eftirvænting í Þorpinu á Akureyri fyrir tímabilinu í Lengjudeildinni í sumar með komu þjálfarans Sigurðs Heiðars Höskuldssonar.

Liðinu gekk vel á undirbúningstímabilinu en þegar inn í mótið var komið gekk lítið upp og liðið hafnaði í 10. sæti.


Fótbolti.net ræddi við Sigga Höskulds í gær og hann fór yfir sumarið.

„Maður er byrjaður að plana veturinn og næsta tímabilið, maður er eitthvað búinn að gera upp. Heilt yfir eins og allir vita var þetta vonbrigðatímabil. Það voru margir hlutir sem maður var pirraður og svekktur með í sumar. Maður er ennþá að melta það," sagði Siggi.

„Maður þarf að kúpla sig út, sérstaklega eftir vonbrigðin, þetta hefur gríðarleg áhrif á mann andlega. Það voru miklar væntingar, maður var ekki að koma hingað norður til að enda í 10. sæti, það er klárt. Það sem svekkir mann líka er að það er allt til alls hérna, umhverfið, stuðningsmenn og stjórn, allt upp á 10. Leikmennirnir eru með allt til alls til að gera góða hluti en stundum koma svona tímabil eins og þetta."

Siggi segist ekki hafa séð eftir neinum ákvörðunum og ætlar horfa fram á veginn. Árangurinn í sumar var ekki ásættanlegur en honum datt aldrei í hug að stíga frá borði.

„Þegar þú tekur að þér eitthvað verkefni og útkoman er svona þá verður þú að kvitta fyrir það undir eins. Þú ert bara dæmdur af því sem þú gerðir í gær og ég þarf að sýna og sanna að ég er sterkari þjálfari en þetta," sagði Siggi.

„Ég hef fundið þvílikan stuðning frá stjórn og fólk út á götu að koma til mín og tjá mér það að Þórsarar standi við bakið á mér og liðinu. Þegar þú tapar leikjum og það gengur ekki vel ferðu ekki sáttur á koddann og hugsar að þú sért besti þjálfari í heimi. Svo þegar þú ert búinn að liggja aðeins og hugsa þá þýðir ekkert annað en að tala þig inn á að þú sér með þetta."


Siggi Höskulds fer yfir vonbrigðatímabil
Athugasemdir
banner
banner
banner