Guehi vill fara til Liverpool - Viðræður við Gordon ganga illa - Man Utd skoðar stjóra
   lau 28. september 2024 05:55
Jóhann Þór Hólmgrímsson
England í dag - Man City á St. James' Park í hádeginu
Mynd: EPA

Sjötta umferðin í ensku úrvalsdeildinni hefst í dag. Sjö leikir eru á dagskrá.


Manchester City er á toppnum en liðið heimsækir Newcastle á St. James' Park í hádeginu. Newcastle getur jafnað City að stigum með sigri í dag.

Fimm leikir eru á dagskrá klukkan 14. Arsenal fær Leicester í heimsókn en mikil meiðslavandræði eru í herbúðum Arsenal og þá verður Leandro Trossard í banni.Chelsea fær Brighton í heimsókn.

Síðasti leikur dagsins er síðan viðureign Wolves og Liverpool á Molineux. Wolves er aðeins með eitt stig á botni deildarinnar en Liverpool hefur tapað einum leik og það var gegn Nottingham Forest á Anfield.

Leikir dagsins
11:30 Newcastle - Man City
14:00 Arsenal - Leicester
14:00 Brentford - West Ham
14:00 Chelsea - Brighton
14:00 Everton - Crystal Palace
14:00 Nott. Forest - Fulham
16:30 Wolves - Liverpool


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Man City 5 4 1 0 13 5 +8 13
2 Liverpool 5 4 0 1 10 1 +9 12
3 Aston Villa 5 4 0 1 10 7 +3 12
4 Arsenal 5 3 2 0 8 3 +5 11
5 Chelsea 5 3 1 1 11 5 +6 10
6 Newcastle 5 3 1 1 7 6 +1 10
7 Brighton 5 2 3 0 8 4 +4 9
8 Nott. Forest 5 2 3 0 6 4 +2 9
9 Fulham 5 2 2 1 7 5 +2 8
10 Tottenham 5 2 1 2 9 5 +4 7
11 Man Utd 5 2 1 2 5 5 0 7
12 Brentford 5 2 0 3 7 9 -2 6
13 Bournemouth 5 1 2 2 5 8 -3 5
14 West Ham 5 1 1 3 5 9 -4 4
15 Leicester 5 0 3 2 6 8 -2 3
16 Crystal Palace 5 0 3 2 4 7 -3 3
17 Ipswich Town 5 0 3 2 3 8 -5 3
18 Southampton 5 0 1 4 2 9 -7 1
19 Everton 5 0 1 4 5 14 -9 1
20 Wolves 5 0 1 4 5 14 -9 1
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner