Guehi vill fara til Liverpool - Viðræður við Gordon ganga illa - Man Utd skoðar stjóra
   lau 28. september 2024 08:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Þurftu að sitja á gólfinu í búningsklefa Chelsea
Mynd: Getty Images

Stjórnarmenn Chelsea hafa verið ansi duglegir á leikmannamarkaðinum undanfarin ár og er hópurinn orðinn allt of stór.


Enzo Maresca, stjóri liðsins, hefur tjáð sig opinberlega um vandamálið en margir leikmenn eru enn hjá félaginu sem munu ekki fá mörg, ef einhver tækifæri undir stjórn Maresca.

Graham Potter stýrði liðinu frá 2022 þangað til hann var rekinn í apríl ári seinna. Hann átti við sama vandamál að stríða.

„Það var mikil áskorun eftir janúar mánuðinn því þeir gátu ekki farið neitt. Nokkrir þurftu að sitja á gólfinu. Það er ekki ákjósanlegt, maður getur bara valið ellefu leikmenn og ef þú ert með tuttugu leikmenn sem eru ekki að spila skiptir það ekki máli hvar þeir eru," sagði Potter.


Athugasemdir
banner
banner
banner