City vill Wirtz - Lookman orðaður við Newcastle og Man Utd - White gæti snúið aftur í landsliðið
   mið 28. desember 2022 19:00
Ívan Guðjón Baldursson
Al-Nassr ekki búið að ná samkomulagi við Ronaldo

Musli Al-Muammar, forseti Al-Nassr, segir fréttir fjölmiðla um samkomulag á milli Al-Nassr og Cristiano Ronaldo vera falsfréttir.


Al-Muammar viðurkennir að ýmsar fréttir eru réttar en þvertekur fyrir að aðilar hafi komist að samkomulagi.

Fjölmiðlar á Spáni og Englandi hafa undanfarna daga keppst við að greina frá ofursamningi milli Ronaldo, sem verður 38 ára í febrúar, og Al-Nassr.

„Þessar fréttir um Ronaldo eru ekki réttar og flest sem hefur verið skrifað í fjölmiðlum eru lygar," sagði Al-Muammar eftir 2-2 jafntefli Al-Nassr gegn Al Hilal.


Athugasemdir
banner
banner
banner