Fótboltafréttamaðurinn David Ornstein heldur því fram að Kroenke fjölskyldan, sem á Arsenal, vilji gera allt í sínu valdi til að hjálpa Mikel Arteta að berjast um langþráðan úrvalsdeildartitil.
Arsenal er með óvænta fimm stiga forystu á toppi úrvalsdeildarinnar en það eru aðeins 15 umferðir liðnar af tímabilinu þó að áramótin séu handan við hornið.
Arteta vill bæta leikmönnum við hópinn í janúar og eru Mykhaylo Mudryk og Joao Felix efstir á lista.
Shakhtar Donetsk hafnaði 60 milljón evra tilboði í Mudryk á dögunum og er talið vilja um 80 til 100 milljónir. Þá er Atletico Madrid búið að bjóða Felix til ýmissa félaga en verðmiðinn á honum er alltof hár.
Arsenal hefur áhuga á að krækja í Felix á lánssamningi með kaupmöguleika samhliða því að kaupa Mudryk frá Úkraínu.
David Ornstein on NBC Sports saying Arsenal are in for both Mudryk and Joao Felixpic.twitter.com/7bMzFSbFVc
— Arsenal ANOOP (@ArsenalAnoop) December 28, 2022