City vill Wirtz - Lookman orðaður við Newcastle og Man Utd - White gæti snúið aftur í landsliðið
   mið 28. desember 2022 17:49
Ívan Guðjón Baldursson
Chelsea búið að festa kaup á Fofana (Staðfest)

Chelsea er búið að staðfesta að samkomulag hefur náðst við norska félagið Molde um félagsskipti David Datro Fofana.


Chelsea er talið greiða 12 milljónir evra, eða um 10,5 milljónir punda, fyrir Fofana sem er 20 ára gamall framherji.

Ólíklegt er að þessi landsliðsmaður Fílabeinsstrandarinnar komi við sögu með aðalliði Chelsea á tímabilinu. Todd Boehly, nýr eigandi félagsins, leggur mikla áherslu á að kaupa mikið af efnilegum leikmönnum til Chelsea.

Fofana er fremsti sóknarmaður að upplagi en getur einnig spilað á köntunum.

Hann gerði 22 mörk í 39 leikjum með Molde á árinu sem er að líða.


Athugasemdir
banner
banner