Ítalski fjölmiðillinn CalcioMercatoWeb fjallar um áhuga Englandsmeistarana í Manchester City á Portúgalnum Rafael Leao hjá Ítalíumeisturum AC Milan.
Fjallað er um að félögin skipti mögulega á leikmönnum, Jack Grealish færi til Mílanó og Leao til Manchester.
Fjallað er um að félögin skipti mögulega á leikmönnum, Jack Grealish færi til Mílanó og Leao til Manchester.
Leao er einn eftirsóttasti leikmaður heims í dag og metur Milan hann á ríflega 100 milljónir evra. Þessi 23 ára Portúgali hefur skorað 34 mörk og lagt upp önnur 34 í 135 leikjum fyrir félagið og hjálpaði því að landa meistaratitlinum síðasta vor.
Leao getur bæði spilað sem fremsti maður sem og á vinstri vængnum. City sér hann sem góðan kost í að styrkja sóknarlínuna enn frekar og er enska félagið tilbúið að losa Jack Grealish í hina áttina til að krækja í sóknarmanninn. Grealish hefur ekki náð að blómstra á Etihad frá komu sinni frá Aston Villa í fyrra.
Leao er metinn á talsvert hærri upphæð þó að City hafi greitt 100 milljónir punda fyrir Grealish fyrir rúmu ári síðan. Milan myndi því væntanlega óska eftir því að fá einhverjar milljónir auk Grealish fyrir Leao sem á eitt og hálft ár eftir af samningi sínum.
Athugasemdir