City vill Wirtz - Lookman orðaður við Newcastle og Man Utd - White gæti snúið aftur í landsliðið
   mið 28. desember 2022 15:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Eriksen um Ronaldo: Munu gleyma því hvernig hlutirnir voru
Mynd: EPA
„Í fyrsta lagi þá erum við leiðir að Ronaldo sé ekki lengur hluti af liðinu. Hans arfleið hjá öllum liðum er sérstök. Fyrir mitt leyti er ég heppinn að hafa spilað með honum á mínum ferli," sagði Christian Eriksen um Cristiano Ronaldo í viðtali í dag.

Þeir voru liðsfélagar hjá Manchester United í nokkra mánuði, frá því að Eriksen gekk í raðir United í júlí og þar til Ronaldo yfirgaf félagið í síðasta mánuði í kjölfarið á furðulegri atburðarás þar sem Ronaldo m.a. lýsti yfir óánægju sinni með félagið og stjórann Erik ten Hag í viðtali við Piers Morgan. Samningi Portúgalans við félagið var rift og hann laus allra mála.

Ronaldo er nú án félags en semur líklega við Al Nassr í Sádí-Arabíu á næstunni. United hefur spilað tvo keppnisleiki eftir brotthvarf Ronaldo og unnið þá báða.

„Fótboltinn heldur áfram. Þér líður þannig í næsta leik verður fólk búið að gleyma því hvernig hlutirnir voru áður, og núna er hann ekki lengur hjá okkur," bætti Eriksen við.

Næsti leikur United er gegn Wolves á gamlársdag.
Athugasemdir
banner
banner
banner