City vill Wirtz - Lookman orðaður við Newcastle og Man Utd - White gæti snúið aftur í landsliðið
   mið 28. desember 2022 22:20
Ívan Guðjón Baldursson
Frakkland: Neymar fékk rautt í naumum sigri PSG
Mynd: EPA

Neymar fékk sjaldgæft rautt spjald þegar PSG lagði Strasbourg að velli í frönsku deildinni í kvöld.


Neymar fékk tvö gul spjöld á tveggja mínútna kafla í stöðunni 1-1 en það seinna var fyrir dýfu. Afar klaufalegt.

Neymar hafði lagt fyrsta mark leiksins upp fyrir Marquinhos í fyrri hálfleik en varnarmaðurinn setti boltann svo í eigið net og jafnaði þannig metin í upphafi síðari hálfleiks. Hann fór með fótinn fyrir fyrirgjöf og stýrði boltanum í netið.

PSG átti erfitt uppdráttar gegn Strasbourg en það sást varla munur á liðinu hvort sem það voru tíu eða ellefu leikmenn inná. 

Það stefndi í jafntefli fyrir PSG allt þar til í uppbótartíma þegar heimamenn fengu dæmda vítaspyrnu sem Kylian Mbappe skoraði úr.

PSG er með átta stiga forystu á toppi frönsku deildarinnar, með 44 stig eftir 16 umferðir. Strasbourg er í næstneðsta sæti með ellefu stig og mun bjarga sér frá falli með fleiri frammistöðum eins og í kvöld.

PSG 2 - 1 Strasbourg
1-0 Marquinhos ('15)
1-1 Marquinhos ('51, sjálfsmark)
2-1 Kylian Mbappe ('95, víti)
Rautt spjald: Neymar, PSG ('63)

Það fóru fleiri leikir fram í franska boltanum í dag þar sem Lille lagði Clermont að velli eftir erfiðan leik á meðan táningurinn Eliesse Ben Seghir kom inn af bekknum og skoraði tvennu í 2-3 sigri Mónakó.

Ben Seghir kom inn í hálfleik fyrir Wissam Ben Yedder og skoraði tvennu í sínum fyrsta deildarleik með Mónakó. Ótrúleg frumraun.

Alexandre Lacazette skoraði þá og lagði upp er Lyon sigraði Brest í sex marka leik.

Mónakó er í fimmta sæti með 30 stig, einu stigi fyrir ofan Lille. Lyon kemur svo í áttunda sæti, með 24 stig.

Clermont 0 - 2 Lille

Auxerre 2 - 3 Mónakó

Brest 2 - 4 Lyon


Athugasemdir
banner
banner
banner