Cody Gakpo, leikmaður PSV í Hollandi, er mættur til Englands til að gangast undir læknisskoðun hjá Liverpool svo kaup félagsins á honum geti gengið í gegn.
Liverpool fékk 37 milljóna punda tilboði í Hollendinginn samþykkt á öðrum degi jóla og getu kaupverðið hækkað upp í 44-45 milljónir punda með árangurstengdum greiðslum.
Liverpool fékk 37 milljóna punda tilboði í Hollendinginn samþykkt á öðrum degi jóla og getu kaupverðið hækkað upp í 44-45 milljónir punda með árangurstengdum greiðslum.
Gakpo er 23 ára sóknarmaður sem hefur átt frábært tímabil með PSV og skoraði svo þrjú mörk með Hollandi á HM.
Manchester United og Real Madrid voru einnig orðuð við Gakpo en Liverpool hafði betur í baráttunni.
Athugasemdir