Það var sannkallaður Íslendingaslagur þegar Atromitos tók á móti PAOK í efstu deild gríska boltans í kvöld.
Samúel Kári Friðjónsson og Viðar Örn Kjartansson voru í byrjunarliði heimamanna á meðan Sverrir Ingi Ingason lék allan leikinn í hjarta varnarinnar hjá gestunum.
PAOK leiddi meirihluta leiksins en Atromitos tókst að jafna á 72. mínútu.
PAOK er í þriðja sæti með 29 stig eftir 15 umferðir á meðan Atromitos er um miðja deild með 19 stig.
Atromitos 1 - 1 PAOK
0-1 N. Oliveira ('26)
1-1 A. Kuen ('72)
Hörður Björgvin Magnússon lék þá allan leikinn er topplið Panathinaikos gerði óvænt jafntefli gegn tíu leikmönnum OFI Crete.
Guðmundur Þórarinsson er á mála hjá Crete en var ekki í leikmannahópinum.
Gestirnir frá Krít misstu mann af velli með rautt spjald í upphafi leiks en spiluðu frábæran varnarleik og stóðu af sér hverja sóknina fætur annari frá heimamönnum sem áttu í heildina 17 marktilraunir.
OFI skoraði úr sinni einu marktilraun í leiknum og tókst heimamönnum ekki að jafna fyrr en seint í uppbótartíma, á 98. mínútu.
Panathinaikos er búið að gera þrjú jafntefli í fimm síðustu deildarleikjum sínum en hafði unnið alla leiki sína fram að fyrsta jafnteflinu. Liðið er með 39 stig eftir 15 umferðir, fjórum stigum meira en AEK frá Aþenu.
Panathinaikos 1 - 1 OFI Crete
0-1 E. Larsson ('58)
1-1 F. Ioannidis ('98)
Rautt spjald: S. Yohou, OFI Crete ('8)
Olympiakos 5 - 0 Asteras Tripolis