Erling Haaland hefur verið á miklu skriði með Manchester City það sem af er úrvalsdeildartímabils.
Haaland er kominn með 20 mörk í 14 leikjum eftir að hafa skorað tvennu í 1-3 sigri Man City á Leeds í kvöld og er sá langsneggsti til að ná þessum áfanga.
Kevin Phillips var áður sneggstur upp í 20 mörk en það tók hann 21 leik til að skora það mikið af mörkum.
Þetta er því enn eitt metið sem Haaland bætir og ljóst að hann mun halda áfram að bæta met ef engum tekst að finna leið til að stöðva hann.
Haaland er búinn að skora fleiri úrvalsdeildarmörk á tímabilinu heldur en allt Chelsea liðið til samans og það sem meira er þá hefur Haaland spilað einum leik færri.
Sneggstir í 20 úrvalsdeildarmörk:
Erling Haaland - 14 leikir
Kevin Phillips - 21 leikur
Andy Cole - 23 leikir
Ruud van Nistelrooy - 26 leikir
Diego Costa - 26 leikir
Tony Yeboah - 26 leikir