City vill Wirtz - Lookman orðaður við Newcastle og Man Utd - White gæti snúið aftur í landsliðið
   mið 28. desember 2022 16:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
James verður frá í um mánuð
Chelsea sendi í dag frá sér tilkynningu þar sem upplýst var frekar um stöðuna á Reece James sem fór meiddur af velli þegar liðið mætti Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni.

James lék í gær sinn fyrsta leik eftir meiðsli en gat ekki klárað leikinn vegna hnémeiðsla.

Chelsea segir að eftir myndatöku hafi komið í ljós að James verði frá í mánuð vegna meiðslanna.

James mun því líklega ekki snúa til baka fyrr en undir lok janúar eða í upphafi febrúar.

Sjá einnig:
Reece James: Erfiðasta árið til þessa
Athugasemdir
banner
banner
banner