Belgísku meistararnir í Club Brugge tilkynntu í morgun að félagið hefði slitið samstarfi sínu við aðalþjálfarann Carl Hoefkens.
Hoefkens tók við Club Brugge í lok maí eftir að hafa áður starfað hjá yngri liðum félagsins og verið aðstoðarþjálfari aðalliðsins undanfarin þrjú ár.
Hoefkens tók við Club Brugge í lok maí eftir að hafa áður starfað hjá yngri liðum félagsins og verið aðstoðarþjálfari aðalliðsins undanfarin þrjú ár.
Í tilkynningu Club Brugge segir: „Þrátt fyrir góðan árangur í Meistaradeildinni, þá var spilamennska liðsins vonbrigði. Engar bætingar voru sjáanlegar í HM hléinu og liðið féll úr leik í bikarnum fyrir viku síðan. Í kjölfarið gerði liðið svo 1-1 jafntefli við OH Leuven.
Hoefkens er þakkað fyrir störf sín fyrir félagið og mun það ekki gleymast að hann stýrði liðinu upp úr riðlinum í Meistaradeildinni og í 16-liða úrslit. Club Brugge er í 4. sæti belgísku deildarinnar og féll, eins og áður sagði, úr bikarnum í síðustu viku.
Í Meistaradeildinni endaði liðið í 2. sæti síns riðils á eftir Porto sem vann riðilinn en skildi eftir spænska liðið Atletico Madrid og þýska liðið Bayer Leverkusen - eitthvað sem fáir áttu von á.
Liðið mætir Benfica í 16-liða úrslitunum í febrúar.
Athugasemdir