City vill Wirtz - Lookman orðaður við Newcastle og Man Utd - White gæti snúið aftur í landsliðið
   mið 28. desember 2022 17:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Maddison hitti sérfræðing - Ekki með gegn Liverpool
Eins og sagt var frá í gær missti James Maddison af leik Leicester gegn Newcastle vegna hnémeiðsla.

Í dag var greint frá því að hann verði ekki orðinn klár í slaginn þegar Leicester mætir Liverpool á föstudag. Hann fór til Katar með enska landsliðinu en spilaði ekkert á HM eftir að hafa meiðst á hné í lokaleik Leicester fyrir HM.

„Hann verður ekki klár í leikinn gegn Liverpool," sagði Brendan Rodgers, stjóri Leicester, í dag.

„Hann var með Mark (Waller), lækninum okkar, og fékk sérstök ráð í London í dag. Ég mun heyra meira frá þeim seinna í dag. Hann hefur ekki æft með hópnum hér. Hann var í meðhöndlun í Katar og læknateymið þar mat það sem svo að hann gæti æft með liðinu þar og var til taks í leikjum. Svo kom hann hingað, ætlaði að vera klár í fyrsta leik en fann fyrir sársauka í öðrum hluta hnésins."

Rodgers sagði þá að Dennis Praet yrði heldur ekki með gegn Liverpool.
Athugasemdir
banner
banner
banner