City vill Wirtz - Lookman orðaður við Newcastle og Man Utd - White gæti snúið aftur í landsliðið
   mið 28. desember 2022 14:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Reece James: Erfiðasta árið til þessa
„2022 hefur verið erfiðasta árið til þessa," skrifar Reece James, leikmaður Chelsea, á samfélagsmiðlum í dag.

„Ég vil þakka ykkur öllum fyrir stuðninginn, þetta fer ekki framhjá mér," bætir bakvörðurinn við. James missti af HM í Katar vegna hnémeiðsla og í gær fór hann af velli þegar Chelsea lagði Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni.

James var í byrjunarliðinu í fyrsta leiknum eftir meiðsli en þurfti að fara af velli eftir rúmar 50 mínútur. Það eru þriðju alvarlegu meiðslin sem hann verður fyrir á árinu því hann var einnig frá í upphafi árs vegna meiðsla.

„Þetta hefur auðvitað haft áhrif á mig andlega, ég er bara að reyna spila úr þeim spilum sem ég hef fengið. Ég vona að þið ljúkið árinu full af frið, hamingju og gleði," segir James einnig í færslunni.

Óvíst er hversu lengi James verður frá vegna meiðslanna. Einkaþjálfari hans lét í ljós óánægju sína með að James hafi spilað í gær í færslu á Instagram.


Athugasemdir
banner
banner