City vill Wirtz - Lookman orðaður við Newcastle og Man Utd - White gæti snúið aftur í landsliðið
   mið 28. desember 2022 18:20
Ívan Guðjón Baldursson
Shakhtar vill upphæð sem er nær Antony eða Grealish
Mynd: EPA

Það er ekki leyndarmál að Arsenal er á höttunum eftir Mykhailo Mudryk, efnilegum kantmanni Shakhtar Donetsk og úkraínska landsliðsins.


Shakhtar hefur miklar mætur á sínum manni, sem á 22 ára afmæli skömmu eftir áramót, og hafnaði 60 milljón evra tilboði frá Arsenal á dögunum. 40 milljónir í kaupverð og 20 milljónir í árangurstengdar aukagreiðslur.

„60 milljónir eru ekki nóg til að kaupa Mudryk. Við þurfum upphæð sem er nær kaupverðunum á Grealish og Antony til að selja," segir Carlo Nicolini, stjórnandi hjá Shakhtar. „Við skoðum ekki einu sinni tilboð þar sem grunnupphæðin er 40 milljónir."

Mudryk er spenntur fyrir að ganga í raðir Arsenal en hann er samningsbundinn Shakhtar næstu fjögur árin. Hann er búinn að skora 11 mörk í 19 leikjum það sem af er tímabils.

Manchester United borgaði 100 milljónir evra fyrir Antony á meðan Manchester City borgaði 100 milljónir punda fyrir Grealish.


Athugasemdir
banner