City vill Wirtz - Lookman orðaður við Newcastle og Man Utd - White gæti snúið aftur í landsliðið
   mið 28. desember 2022 15:43
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Simeone ekki alltaf sammála Felix: Þurfum á gæðum hans að halda
Mynd: EPA
Að undanförnu hefur Portúgalinn Joao Felix verið sterklega orðaður við brottför frá Atletico Madrid þar sem hann hefur spilað undanfarin ár.

Einhverjar sögur hafa verið á kreiki að honum hafi lent upp á kant við stjórann Diego Simeone. Felix, sem er 23 ára sóknarmaður, kom til Atletico frá Benfica árið 2019 á metfé og hefur ekki náð að blómstra í Madríd.

Sjá einnig:
Staðfestir að Felix vill fara

Hann hefur verið orðaður við Arsenal, Chelsea og Manchester United á Englandi, Bayern Munchen í Þýskalandi og PSG í Frakklandi. Á HM í Katar sýndi Felix glefsur af því sem búist hefur verið við af honum.

Simeone tjáði sig um Felix við fréttamenn í dag. Hann gerir lítið úr þeim sögusögnum að sambandið milli sín og Felix sé slæmt.

„Það sem skiptir máli fyrir mig er liðið og hann er mikilvægur liðinu. Ef hann gerir það sem við sám á HM fyrir liðið þá verður hann mjög mikilvægur. Hann er með hæfileikana og liðið þarf á gæðum hans að halda."

„Frá því ég tók við hjá félaginu, þá hafa menn haft mismunandi soðanir, við getum ekki verið sammála um allt. En ég hef horft í það sem er best fyrir liðið þar til ég hætti með það, hvort sem það tengist mér eða leikmönnum. Allir gefa sitt allra mesta,"
sagði Simeone.
Athugasemdir
banner
banner
banner