Neymar var í byrjunarliði PSG sem lagði Strasbourg að velli í frönsku deildinni í kvöld.
Brasilíumaðurinn knái lagði fyrsta mark leiksins upp en staðan var 1-1 þegar hann fékk gult spjald á 61. mínútu. Skömmu síðar var Neymar með boltann innan vítateigs og lét sig falla til jarðar án þess að það væri nokkur snerting við varnarmann.
Clement Turpin dómari leiksins var snöggur að dæma gegn Neymar og gefa honum annað gula spjaldið á skömmum tíma.
Neymar glotti þegar hann rölti af velli en hann er heppinn að liðsfélögum hans tóst að klára leikinn með sigri þrátt fyrir að vera manni færri.
Franskir fjölmiðlar segja að Neymar hafi yfirgefið leikvanginn eftir rauða spjaldið og má því búast við refsingu vegna agabrots.
????????Neymar Jr has LEFT the Parc des Princes after getting send off. ???????????? [@OLIVETALLARON] pic.twitter.com/4g7gRSbdN8
— PSG Report (@PSG_Report) December 28, 2022