City vill Wirtz - Lookman orðaður við Newcastle og Man Utd - White gæti snúið aftur í landsliðið
   mið 28. desember 2022 13:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Unnar Ari kveður Vogana (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Unnar Ari Hansson hefur ákveðið að söðla um og er að fara í nýtt starf sem staðsett er á landsbyggðinni. Samhliða því ætlar Unnar að spila knattspyrnu í sama landshluta.

Þetta kemur fram í tilkynningu Þróttar Vogum á Facebook í dag. Unnar er 25 ára miðjumaður sem leikið hefur með Þrótti undanfarin tvö tímabil.

Hann er uppalinn í Fjarðabyggð/Leikni og kom frá Leikni Fáskrúðsfirði í Vogana fyrir tímabilið 2021. Það tímabi lék hann nítján leiki í 2. deild og hjálpaði liðinu að komast upp í Lengjudeildina í fyrsta sinn í sögunni.

Í sumar lék hann svo átján leiki þegar Þróttur féll úr Lengjudeildinni. Alls hefur hann leikið 129 leiki í deild og bikar á ferlinum og skorað sjö mörk.

Tilkynning Þróttar:
Stjórn knattspyrnudeildar Þróttar vill þakka Unnari fyrir þessi tvö ár sem hann spilaði fyrir félagið.

Þróttur Vogum óskar Unnari og hans fjölskyldu velfarnaðar í framtíðinni með miklum þökkum fyrir ánægjuleg kynni.

Unnar spilaði 48 leiki fyrir Þrótt, hann var fyrirliði í sumar og tilnefndur til íþróttamanns ársins í Vogum 2021.
Athugasemdir
banner
banner