Franska stórveldið Paris Saint-Germain er búið að staðfesta samkomulag við ítalska miðjumanninn Marco Verratti um nýjan samning sem gildir til sumarsins 2026.
Verratti er 30 ára gamall miðjumaður og verður hann því hjá PSG til 33 ára aldurs. Hann er algjör lykilmaður í liði PSG og ítalska landsliðinu sem vann EM í fyrra.
Verratti hefur verið leikmaður PSG í áratug og spilað um 400 leiki fyrir félagið.
Þessi tilkynning er birt rétt fyrir upphafsflaut í viðureign PSG og Strasbourg. Verratti er á sínum stað í byrjunarliðinu og getur PSG aukið forystu sína á toppi deildarinnar í átta stig með sigri.
?????????? #Verratti2026 pic.twitter.com/fq7hAopVHn
— Paris Saint-Germain (@PSG_English) December 28, 2022
Athugasemdir