Howard Webb, sem var um tíma einn besti dómari heims, segir að eitt helsta verkefni sitt í nýju starfi sé að auka sjálfstraust dómara í ensku úrvalsdeildinni.
Webb er tekinn við sem yfirmaður dómaramála í enska boltanum.
„Dómgæsla snýst að stórum hluta um sjálfstraust, hún snýst um sjálfsaga og að geta tekið ákvarðanir undir pressu. Mitt starf snýst um að dómararnir fari öryggir til vinnu og finni stuðning," segir Webb.
Webb er tekinn við sem yfirmaður dómaramála í enska boltanum.
„Dómgæsla snýst að stórum hluta um sjálfstraust, hún snýst um sjálfsaga og að geta tekið ákvarðanir undir pressu. Mitt starf snýst um að dómararnir fari öryggir til vinnu og finni stuðning," segir Webb.
Webb starfaði við dómaramál í Bandaríkjunum en þegar hann dæmdi sjálfur þá dæmdi hann úrslitaleik Meistaradeildarinnar og úrslitaleik HM sama árið.
Hlutverk VAR myndbandstækninnar er mjög skýrt í huga Webb, Var snýst um að aðstoða dómarana en á ekki að sjá um a ðdæma leikinn.
„Ég þarf að vinna í því að koma á stöðugleika í notkun VAR. Spurningin er hvort dómarinn hafi gert augljós mistök eða ekki. VAR á að vera ákveðið öryggisnet," segir Webb sem vill að dómarar noti ekki VAR ef þeir telji sig örugga með sína ákvörðun.
Athugasemdir