Argentíski miðjumaðurinn Enzo Fernandez leikmaður Benfica í Portúgal sló í gegn á HM í Katar þar sem Argentína varð heimsmeistari.
Frammistaða hans vakti mikla athygli og hafa stærstu félög Evrópu verið orðuð við leikmanninn.
Benfica er þó harðákveðið í því að halda leikmanninum og segir hann ekki til sölu í janúar.
„Við viljum ítreka að við ætlum okkur að halda Enzo hérna þangað til í lok tímabils," segir í yfirlýsingu félagsins.
Athugasemdir