Celtic er með níu stiga forystu á granna sína og erkifjendur í Rangers í skosku úrvalsdeildinni. Liðin mætast í Glasgow slag í næstu viku.
Celtic fer á flugi inn í grannaslaginn en liðið hefur unnið tólf leiki í röð, í gær vann það 4-0 sigur gegn Hibernian. Aaron Mooy skoraði sín fyrstu mörk fyrir Celtic en hann kom til félagsins síðasta sumar og skoraði tvívegis gegn Hibs.
Daizen Maeda og Kyogo Furuhashi, markahæsti maður deildarinnar, náðu einnig að skora.
Celtic fer á flugi inn í grannaslaginn en liðið hefur unnið tólf leiki í röð, í gær vann það 4-0 sigur gegn Hibernian. Aaron Mooy skoraði sín fyrstu mörk fyrir Celtic en hann kom til félagsins síðasta sumar og skoraði tvívegis gegn Hibs.
Daizen Maeda og Kyogo Furuhashi, markahæsti maður deildarinnar, náðu einnig að skora.
„Leikurinn gegn Rangers er stórleikur fyrir okkur og fyrir stuðningsmenn okkar. Maður er í þessu fyrir svona leiki," segir Ange Postecoglou, stjóri Celtic.
Rangers og Celtic mætast klukkan 12:30 á mánudaginn, 2. janúar.
Athugasemdir