Brasilíski markvörðurinn Ederson varð í gærkvöldi sneggsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar til að vinna 150 leiki í deildinni.
Ederson hefur verið aðalmarkvörður Manchester City undanfarin fimm ár og hefur á þeim tíma verið 150 sinnum í sigurliði í 197 deildarleikjum.
Ederson bætir þar með met sem Patrice Evra setti á tíma sínum hjá Manchester United þegar hann vann 150 af fyrstu 213 deildarleikjum sínum með félaginu.
Kevin De Bruyne, liðsfélagi Ederson hjá City, er í þriðja sæti með 150 sigra í 215 leikjum. Fernandinho og Petr Cech koma í næstu sætum þar fyrir neðan.
A consistent presence throughout Pep Guardiola and @ManCity's continued success ????@edersonmoraes93 reaches 1??5??0?? #PL wins in record time! pic.twitter.com/P27hHrIUqq
— Premier League (@premierleague) December 28, 2022