Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 29. desember 2022 16:30
Ívan Guðjón Baldursson
Ederson sneggstur til að vinna 150 úrvalsdeildarleiki
Mynd: Getty Images

Brasilíski markvörðurinn Ederson varð í gærkvöldi sneggsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar til að vinna 150 leiki í deildinni.


Ederson hefur verið aðalmarkvörður Manchester City undanfarin fimm ár og hefur á þeim tíma verið 150 sinnum í sigurliði í 197 deildarleikjum.

Ederson bætir þar með met sem Patrice Evra setti á tíma sínum hjá Manchester United þegar hann vann 150 af fyrstu 213 deildarleikjum sínum með félaginu.

Kevin De Bruyne, liðsfélagi Ederson hjá City, er í þriðja sæti með 150 sigra í 215 leikjum. Fernandinho og Petr Cech koma í næstu sætum þar fyrir neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner