Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 29. desember 2022 09:42
Elvar Geir Magnússon
Í fyrsta sinn síðan 1997 sem enginn karlkyns fótboltamaður er á topp tíu
Glódís Perla Viggósdóttir er á topplistanum þetta árið.
Glódís Perla Viggósdóttir er á topplistanum þetta árið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sandra Sigurðardóttir.
Sandra Sigurðardóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Samtök íþróttafréttamanna krýna í kvöld íþróttamann ársins en athöfnin fer fram í Hörpu. Þá verður einnig opinberað val á liði ársins og þjálfara ársins.

Þetta verður í 67. skipti sem íþróttamaður ársins verður valinn en rétt fyrir jól var opinberað hvaða tíu einstaklingar voru á topp tíu listanum. Í ár gerðist það að tveir íþróttamenn urðu jafnir að stigum í 10. – 11. sæti og eru því ellefu íþróttamenn á listanum.

Fótboltakonurnar Glódís Perla Viggósdóttir og Sandra Sigurðardóttir eru á listanum en enginn karlkyns fótboltamaður kemst á hann. Þetta er í fyrsta sinn síðan 1997 sem enginn fótboltakarl er á topp tíu.

Fótboltafólk sem hefur hlotið titilinn íþróttamaður ársins:

Guðni Kjartansson (1973), Ásgeir Sigurvinsson (1974 og 1984), Jóhannes Eðvaldsson (1975), Arnór Guðjohnsen (1987), Eiður Smári Guðjohnsen (2004 og 2005), Margrét Lára Viðarsdóttir (2007), Heiðar Helguson (2011), Gylfi Þór Sigurðsson (2016) og Sara Björk Gunnarsdóttir (2018 og 2020).

Handboltamaðurinn Ómar Ingi Magnússon var íþróttamaður ársins í fyrra og er einnig talinn líklegastur til að vinna titilinn þetta árið.

Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Íslandsmeistara Breiðabliks, var meðal efstu manna í kjöri á þjálfara ársins og íslenska kvennalandsliðið kemur til greina sem lið ársins.

Ellefu efstu í kjöri íþróttamanns ársins 2022 eru í stafrófsröð:
Anton Sveinn McKee, sund
Elvar Már Friðriksson, körfubolti
Gísli Þorgeir Kristjánsson, handbolti
Glódís Perla Viggósdóttir, fótbolti
Guðmundur Ágúst Kristjánsson, golf
Hilmar Örn Jónsson, frjálsíþróttir
Kristín Þórhallsdóttir, kraflyftingar
Ómar Ingi Magnússon, handbolti
Sandra Sigurðardóttir, fótbolti
Tryggvi Snær Hlinason, körfubolti
Viktor Gísli Hallgrímsson, handbolti

Efstu fjórir í kjörinu á þjálfara ársins
Guðmundur Þ. Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari karlaliðs Breiðabliks í fótbolta
Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari karlaliðs Vals í handbolta
Þórir Hergeirsson, þjálfari kvennalandsliðs Noregs í handbolta

Lið ársins
Íslenska karlalandsliðið í handbolta
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta
Valur, meistaraflokkur karla í handbolta
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner