
Kylian Mbappe, stjarna franska landsliðsins, segir að hann muni aldrei jafna sig fyllilega á vonbrigðunum yfir því að tapa úrslitaleik HM í Katar.
Mbappe vill þó lítið tjá sig um umdeild fagnaðarlæti argentínska markvarðarins Emiliano Martínez sem gerði óspart grín að Mbappe í fagnaðarlátum eftir leikinn.
Mbappe vill þó lítið tjá sig um umdeild fagnaðarlæti argentínska markvarðarins Emiliano Martínez sem gerði óspart grín að Mbappe í fagnaðarlátum eftir leikinn.
Þegar argentínska liðið var að fagna í klefanum eftir úrslitaleikinn bað Martínez skyndilega um mínútu þögn fyrir Mbappe. Þegar Argentína fagnaði með stuðningsmönnum í Búenos Aíres hélt Martínez svo á dúkku en á andlit hennar hafði verið límd andlitsmynd af Mbappe.
„Ég er ekkert að pæla í fagnaðarlátunum, þau koma mér ekki við. Ég eyði ekki orku í svona tilgangslausa hluti," sagði Mbappe við franska fjölmiðla þegar hann var spurður út í hegðun Martínez.
„Það eina sem ég hugsa um núna er að gera vel fyrir PSG. Það er tilhlökkun hjá okkur að fá Messi til baka. Ég talaði við Messi eftir úrslitaleikinn og óskaði honum til hamingju. Maður verður að hegða sér eins og sannur íþróttamaður."
„Ég persónulega mun aldrei jafna mig fyllilega á því að hafa tapað þessum leik. En félag mitt ber ekki ábyrgð á því að við töpuðum og ég hef reynt að koma með jákvæða orku til baka."
Martinez with a doll of Mbappe and Messi couldn’t tell him to stop the act????? pic.twitter.com/sEGP9HKttH
— Olawale Ayeni ???????????????? (@VjWale) December 21, 2022
Athugasemdir