John Barnes, fyrrum sóknarmaður Liverpool, segir að Darwin Nunez eigi að horfa á upprisu Miguel Almiron hjá Newcastle og læra af honum.
Nunez hefur farið illa með fjölda góðra marktækifæra hjá Liverpool.
Nunez hefur farið illa með fjölda góðra marktækifæra hjá Liverpool.
„Miguel Almiron hefur blómstrað með Newcastle á þessu tímabili. Þegar hann var að klúðra færum og spilaði ekki vel þá stóðu stuðningsmenn með honum, liðsfélagarnir stóðu með honum. Ekki ósvipað og með Darwin Nunez," segir Barnes.
„Newcastle byrjaði að spila vel og Almiron er byrjaður að skora reglulega. Í markinu hans gegn Leicester á dögunum sást vel hvað hann er með mikið sjálfstraust. Áður var hann að klúðra svona færum."
Athugasemdir