
Sóknarmaðurinn Omar Sowe hefur skrifað undir samning við Leikni í Breiðholti og leikur með liðinu í Lengjudeildinni á næsta tímabili.
Sowe skoraði tvö mörk í sautján leikjum fyrir Breiðablik í Bestu deildinni síðasta sumar en Blikar urðu Íslandsmeistarar. Sowe var að mestu notaður sem varamaður og byrjaði tvo deildarleiki.
Sowe skoraði tvö mörk í sautján leikjum fyrir Breiðablik í Bestu deildinni síðasta sumar en Blikar urðu Íslandsmeistarar. Sowe var að mestu notaður sem varamaður og byrjaði tvo deildarleiki.
Sowe er 22 ára Gambíumaður sem var hjá New York Red Bulls í Bandaríkjunum áður en hann fór til Breiðabliks.
Leiknir féll úr Bestu deildinni á síðasta tímabili en Leiknismenn vona að koma Sowe styrki sóknarleik liðsins.
Komnir/Farnir í Leikni:
Komnir
Omar Sowe frá Breiðabliki
Andi Hoti frá Aftureldingu (var á láni)
Patryk Hryniewicki frá KV (var á láni)
Farnir
Adam Örn Arnarson í Fram (var á láni frá Breiðabliki)
Birgir Baldvinsson Í KA (var á láni)
Dagur Austmann Hilmarsson í Grindavík
Kristófer Konráðsson Í Grindavík (var á láni frá Stjörnunni)
Zean Dalügge til Lyngby (var á láni)
Athugasemdir