Brasilíska goðsögnin Pele er látinn 82 ára að aldri en þessu greinir Tariq Panja hjá New York Times á Twitter í kvöld.
Pele var fluttur á sjúkrahús fyrr í þessum mánuði en hann hafði verið að berjast við ristilkrabbamein. Það var fjarlægt á síðasta ári en skyndilega fór heilsan að hraka í byrjun desember.
Hann var lagður inn á Albert Einstein spítalann í Sao Paulo í Brasilíu. Hann sendi fljótt frá sér yfirlýsingu um að heilsan væri orðin betri.
Hann var síðan lagður aftur inn rétt fyrir jól þar sem heilsunni hafði hrakað aftur mjög hratt og skyndilega.
Pele var talinn einn af bestu fótboltamönnum sögunnar.
Pele has died aged 82, his manager confirmed. He died in hospital within the last hour.
— tariq panja (@tariqpanja) December 29, 2022
Athugasemdir