Margir af stærstu stjörnum fótboltaheimsins hafa minnst Pele Twitter en hann lést í kvöld eftir baráttu við krabbamein.
Pele er einn besti leikmaður sögunnar en hann spilaði lengst af í heimalandi sínu, Brasilíu, með Santos. Landi hans, Neymar, minntist hann á Twitter í kvöld.
„Ég myndi segja að fyrir tíma Pele var fótbolti bara íþrótt. Pele breytti öllu, hann gerði fótbolta að listgrein, að skemmtun. Hann gaf fátækum og blökkumönnum rödd," skrifaði Neymar.
Cristiano Ronaldo kallaði Pele elífðar konung og þá skrifuðu Lionel Messi og Kylian Mbappe einnig kveðju til hans.
Athugasemdir