Enska D-deildarliðið Crawley Town hefur rekið stjórann Matthew Etherington eftir aðeins 32 daga í starfi.
Þessi fyrrum leikmaður Tottenham stýrði Crawley í þremur deildarleikjum; einn þeirra vannst en tveir töpuðust. Liðið er í 20. sæti.
Þessi fyrrum leikmaður Tottenham stýrði Crawley í þremur deildarleikjum; einn þeirra vannst en tveir töpuðust. Liðið er í 20. sæti.
Etherington var annar fastráðni stjóri Crawley á tímabilinu en hann tók við af Kevin Betsy sem stýrði liðinu í fjóra mánuði. Lewis Young tók við til bráðabirgða en lét af störfum þegar Etherington var ráðinn 27. nóvember.
Brottrekstur Etherington kemur aðeins degi eftir að sóknarmaður Crawley, Tom Nichols, var seldur til botnliðs Gillingham. Salan féll í grýttan jarðveg hjá stuðningsmönnum.
Bandaríska fjárfestingarfyrirtækið WAGMI United, sem fjárfestir í rafmyntum, keypti Crawley Town í apríl.
Athugasemdir