City vill Wirtz - Lookman orðaður við Newcastle og Man Utd - White gæti snúið aftur í landsliðið
   fim 29. desember 2022 22:47
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ter Stegen: Ég myndi vilja spila meira - Maður venst þessu aldrei

Marc Andre Ter Stegen markvörður Barcelona og þýska landsliðsins en hann hefur verið varamarkvörður fyrir Manuel Neuer í landsliðinu undanfarin ár.


Það hefur verið erfitt fyrir hann en hann hefur staðið sig mjög vel með Barcelona.

„Þú venst þessu aldrei ef þú ert með persónuleg markmið. Augljóslega myndi ég vilja spila meira en það verður að segjast að Neuer hefur spilað frábærlega með þýska landsliðinu í gegnum tíðina. Við megum ekki gleyma því eða árangrinum," sagði Ter Stegen.

„Ég reyni alltaf að gera mitt besta hjá Barcelona til að láta þjálfarann fá hausverk um það hver á að spila. Ég vinn hart að mér. Ég er hér til að berjast fyrir sætinu mínu."


Athugasemdir
banner
banner