Salah og Van Dijk framlengja - Liverpool opið fyrir því að selja Nunez - Nkunku til Barcelona?
banner
   sun 29. desember 2024 19:41
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Salah og Liverpool langt frá því að ná samkomulagi - „Vil vera hluti af því"
Mynd: EPA
Mohamed Salah hefur veerið stórkostlegur á þessari leiktíð en hann skoraði eitt mark og lagði upp tvö í 5-0 sigri Liverpool gegn West Ham í kvöld.

Hann hefur skorað 17 mörk og lagt upp 13 í 18 leikjum í úrvalsdeildinni.

Samningur hans við félagið rennur út eftir tímabilið og mikið hefur verið rætt og ritað um framtíð hans hjá félaginu en hann tjáði sig um samningamálin eftir leikinn í kvöld.

„Við erum langt frá því. Ég vil ekki segja eitthvað í fjölmiðlum þá fer fólk að segja ýmislegt, þetta er ekkert komið áleiðis. Nú einbeiti ég mér að liðinu og vonandi vinnum við úrvalsdeildina," sagði Salah.

Þá var hann spurður út í þennan frábæra árangur sinn á tímabilinu.

„Það eina sem ég hugsa um er að ég vil vinna deildina með Liverpool. Ég vil gera mitt besta til að vinna titilinn og vera hluti af því. Við erum á réttri leið en það eru önnur lið sem eru að reyna ná okkur. Við verðum bara að vera auðmjúkir og halda áfram," sagði Salah.
Athugasemdir
banner
banner
banner