Branthwaite, Zirkzee og Olise til Man Utd? - Potter til Hollands - Nunez til Barca og Osimhen til Chelsea
   sun 30. janúar 2022 17:22
Brynjar Ingi Erluson
Faðir stúlkunnar: Einhver hakkaði símann hennar
Mason Greenwood
Mason Greenwood
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Faðir stúlkunnar sem Mason Greenwood er sakaður um að hafa nauðgað og beitt líkamlegu ofbeldi hefur sent frá sér yfirlýsingu í gegnum enska blaðið Daily Mail en sú yfirlýsing þykir með öllu undarleg.

Harriet Robson, kærasta Greenwood, birti myndir og hljóðupptöku, sér til sönnunar að hann hafi beitt hana alvarlegu ofbeldi og nauðgað.

Þetta var birt á samfélagsmiðlum í morgun og í kjölfarið hefur leikmaðurinn verið handtekinn og ákvað Manchester United að setja hann í tímabundið mann á meðan málið er í rannsókn.

Faðir stúlkunnar hefur nú stigið fram og sent frá sér yfirlýsingu en hann segir að sími hennar hafi verið hakkaður og er í raun orð hans afar undarleg.

„Við fréttum fyrst af þessu um 6 í morgun. Þetta er skelfilegt og maður er enn að ná áttum," sagði faðir hennar við Daily Mail.

„Sem faðir þá vill maður auðvitað ekki vita að svona hlutir séu að gerast við dóttur þína. Lögreglan kom hér við og tók skýrslu af henni."

„Hún sagði við okkur að einhver hafði komist yfir gögn í símanum hennar. Við sögðum henni að fjarlægja þetta, sem hún er búin að gera en það er of seint."

„Hún er í rusli því hún vildi ekki að þetta myndi leka út. Við höfum þekkt Mason síðan hann var að spila með U21 árs liðinu og hann hefur verið partur af fjölskyldunni í tvö eða þrjú ár."

„Samband þeirra hefur ekki verið gott síðustu mánuði og hún er auðvitað í rusli yfir því. Þau voru yfir sig ástfangin og verið saman í langan tíma. Núna mun lögreglan sjá um þetta mál,"
sagði faðir hennar í viðtali við Daily Mail.

Sjá einnig:
Greenwood handtekinn og færður til yfirheyrslu
Greenwood má hvorki spila né æfa með Man Utd
Greenwood sakaður um gróft heimilisofbeldi - Man Utd sendi út yfirlýsingu
Nike hefur miklar áhyggjur af Greenwood - „Lögreglan veit af myndunum"
Athugasemdir
banner
banner
banner