„Þetta eru frábær þrjú stig sem að er það mikilvægasta," sagði Ágúst Gylfason, þjálfari Breiðabliks, eftir 3-1 sigur á botnliði Keflavíkur í Pepsi-deild karla í kvöld.
Lestu um leikinn: Keflavík 1 - 3 Breiðablik
Breiðablik komst í 2-0 en Keflavík minnkaði muninn í 2-1. „Það var leikur þegar þeir minnka muninn og það fór um mann. Þeir ætluðu sér að taka eitthvað úr þessum leik en við fáum víti undir lokin sem var kærkomið fyrir okkur."
„Við hefðum átt að skjóta meira á markið, við fengum tækifæri af 16 metrunum en það vantaði aðeins meiri gæði."
Breiðablik er í bullandi toppbaráttu með 28 stig, eins og Stjarnan. Valur er á toppnum með 29 stig. Toppbaráttan er mjög hörð. Félagaskiptaglugginn er að loka, en Breiðablik fékk danska sóknarmanninn Thomas Mikkelsen í byrjun hans. Eru fleiri leikmenn á leið í Kópavoginn?
„Það er alveg möguleiki á því. Við skoðum það vel. Það voru einhver meiðsli í dag þannig að við þurfum mögulega að styrkja okkur eitthvað. Það verður spennandi að sjá."
Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir