Man Utd og Liverpool vilja Cherki - Arsenal skoðar Coman - Tottenham og Man Utd vilja markvörð Frankfurt - Chelsea reyndi við Van Dijk - Garnacho...
Hallgrímur Mar um innkomu Römer - „Eins gott og það gat verið"
Viktor Elmar: Er flottur leikmaður, þó ég segi sjálfur frá
Gunnar Már um fyrstu mánuðina: Þetta hefur verið brekka
Dóri Árna um Damir: Innan við eitt prósent líkur á því
Rúnar Páll: Ég ætlaði að taka mér pásu frá þjálfun
Haukur Andri: Maður ætlar sér klárlega aftur út
Ian Jeffs: Meira svekktur með frammistöðuna en úrslitin
Viktor Jóns: Ég elskaði að spila með Hinriki
Bjarni Jó: Bara eitt Hafnarfjarðarlið eftir
Vildi koma aftur í KA: Félag á uppleið og gaman að vera hluti af því
Marcel Römer: Þarf ekki að hafa áhyggjur af mér, ég er með þetta allt í höfðinu
Eru eins og fjölskylda í Ólafsvík - „Elska þetta land"
Gylfi: Þeir áttu þetta bara skilið
Brynjar Árna: Erfitt en gaman að máta sig við þá
Oliver Heiðars: Sætt að kasta þeim út og hefna mín aðeins
Magnús Már: Gaman að sjá hann leggja upp á yngri bróður sinn
Elmar Cogic: Sagði við hann fyrir leik að hann myndi skora
Haraldur Freyr: Viljum helst vinna deildina
Óli Hrannar: Viljum auka breiddina sóknarlega
Brynjar Kristmunds: Þeim er ekki kalt, þeir vinna í frystihúsinu
   fim 30. ágúst 2018 22:18
Ingimar Helgi Finnsson
Stefán Ragnar: Það er enginn búinn að kasta inn handklæðinu
Mynd: Raggi Óla
Stefán Ragnar fyrirliði Selfoss var niðurlútur eftir tap sinna manna í kvöld gegn Leikni Reykjavík. Leikurinn var gífurlega mikilvægur fyrir bæði lið en Selfoss mátti illa við tapi í fallbaráttunni. Stigunum í pottinum fækkar hratt en Stefán er ekki tilbúinn að kasta inn handklæðinu.

„Við erum í ansi vondum málum, vægast sagt. Við verðum að vera bjartsýnir. Það er enginn búinn að kasta inn handklæðinu. Það er stutt upp úr botni en auðvitað er við á honum."

Selfoss mætir Þór Akureyri í næstu umferð og þar verða Selfyssingar hreinlega að sækja stig.

„Það er ekkert annað sem kemur til greina, við verðum bara að ná í þrjú stig."

Eftir að hafa lent undir og verða manni færri sýndu Selfyssingar karakter að koma til baka og jafna og breyttist leikur Selfyssinga við innkomu Kristófer Páls sem sat á bekknum til 75. mínútu.

„ Já hann kom inná og var mjög áræðinn og var óhræddur við að dribbla á menn og draga varnarmennina til. Hann kom flottur inná."

Selfoss mætir sem áður sagði Þór Akureyri í næstu umferð þann 8. september og verður þar gífurlega mikið undir.
Athugasemdir
banner