fös 30. desember 2022 23:56
Brynjar Ingi Erluson
Klopp ánægður með sigurinn en kallar eftir betri spilamennsku - „Finn ótrúlega til með honum"
Jürgen Klopp
Jürgen Klopp
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Jürgen Klopp, stjóri Liverpool, finnur til með belgíska varnarmanninum Wout Faes eftir að hann skoraði tvö sjálfsmörk gegn Liverpool og kostaði þar með lið sitt stig á Anfield.

Liverpool vann 2-1 ósannfærandi sigur á Leicester. Gestirnir komust yfir en tvö sjálfsmörk frá Faes undir lok fyrri hálfleiksins skildi liðin að.

Klopp segir að frammistaðan hafi ekki verið nógu góð en að það hafi verið ánægjulegt að vinna leikinn.

„Augljóslega hjálpaði það ekki til að fá á okkur mark snemma. Við erum hér til að ná í úrslit. Við unnum leikinn, fengum þrjú stig og það er það mikilvæga. Þegar við vorum upp á okkar allra besta og vorum rosalega stöðugir þá áttum við inn á milli frammistöðu eins og við áttum í kvöld, en kannski ekki nákvæmlega eins.“

„Við töpuðum boltum á röngum augnablikum og við vorum alltof opnir miðað við að við vorum að spila við lið sem beitir skyndisóknum. Við þurftum að breyta um taktík í morgun og það boðar aldrei góða lukku. Við áttum góða kafla og náðum að neyða þá í að skora sjálfsmörk, sem var leiðinlegt fyrir strákinn. Seinni hálfleikurinn var betri, spiluðum ofar, en þeir áttu samt sín augnablik því við vorum of opnir. Við þurftum taka þessi úrslit með okkur en verðum að spila betur.“
sagði Klopp

Klopp segist aðeins hafa upplifað það einu sinni áður á ferlinum þar sem leikmaður skorar tvö sjálfsmörk í leik.

„Þetta hefur einu sinni gerst á ferlinum hjá mér þar sem leikmaður skoraði tvö sjálfsmörk. Ég finn ótrúlega til með honum og fyrsta var algjör óheppni og í raun annað markið líka. Ef þú hefur spilað fótbolta og þú ferð á fullri ferð í átt að markinu og býst við að boltinn sé á leið í markið en svo fer hann í stöngina og þú getur ekkert gert. Ég finn til með honum en hvað sem ég segi núna mun ekki breyta neinu,“ sagði hann ennfremur.
Athugasemdir
banner
banner
banner