Aaron Ramsey er genginn til liðs við Rangers frá Juventus á láni út tímabilið með möguleika á að kaupa hann í sumar. Hann mun spila í treyju númer 16, sama númer og hann notaði hjá Arsenal.
Veran hans hjá Juventus hefur vætanlega verið mikil vonbrigði fyrir hann en hann hefur spilað 49 leiki á tveimur og hálfu ári.
Hann lék með Arsenal frá 2009-2018 en meiðsli höfðu áhrif á það að hann yfirgaf félagið á frjálsri sölu til Juventus.
„Ég er mjög ánægður með að vera kominn til Rangers þar sem það er margt að hlakka til á leiktíðinni."
Rangers er á toppi skosku úrvalsdeildarinnar með tveggja stiga forskot á Celtic.
💙
— Rangers Football Club (@RangersFC) January 31, 2022
Exclusive first interview coming soon, only on @RangersTV.
👉 Subscribe To RTV: https://t.co/nLczsr3Wob pic.twitter.com/1pGULn5CMG
Í BEINNI - Gluggadagskvaktin

Athugasemdir