Brasilíska goðsögnin Pele lést í fyrradag, 82 ára að aldri eftir baráttu við ristilkrabbamein en hans er minnst fyrir alla leiki ensku úrvalsdeildarinnar um helgina.
Wolves er að spila gegn Manchester United þessa stundina en það eru nokkrir Brasilíumenn í þeim liðum.
Landi hans, Antony, leikmaður Manchester United var búinn að skrifa skilaboð á portúgölsku til Pele á innanundir bolinn sinn. „Hvíldu í friði," stóð á bolnum.
Margar stórstjörnur hafa sýnt Pele virðingu á samfélagsmiðlum. Bæði fótboltamenn og aðrir.
Antony's tribute to Pele pic.twitter.com/AaaCjFCyMZ
— United_AJ ???? (@UnitedMagnifcos) December 31, 2022
Athugasemdir