Útvarpsþátturinn Fótbolti.net heldur í hefðina og gerir upp fótboltaárið 2022 í síðasta þætti ársins. Áramótakæfan verður í beinni á X977 milli 12 og 14 í dag, gamlársdag.
Um er að ræða sérstakan hátíðarþátt þar sem fótboltaárið 2022 verður gert upp.
Elvar Geir Magnússon, Tómas Þór Þórðarson og Benedikt Bóas Hinriksson fara yfir fótboltaárið með hressum viðmælendum og veita verðlaun í ýmsum flokkum.
Stillið inn á X-ið milli 12 og 14 í dag, gamlársdag.
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net er á X-inu alla laugardaga kl. 12-14. Umsjónarmenn þáttarins eru Tómas Þór Þórðarson og Elvar Geir Magnússon. Hægt er að finna þá á X samfélagsmiðlinum undir @tomthordarson og @elvargeir.
Smelltu hér til að hlusta á upptökur úr eldri þáttum.
Þú getur hlustað á X-ið á netinu með því að smella hérna
Athugasemdir