Síðasti leikur ársins er handan við hornið en þar mætast Brighton og Arsenal.
Það er mikil blóðtaka fyrir Brighton að Moises Caicedo er í banni en Billy Gilmour kemur inn í liðið í hans stað og spilar sinn fyrsta leik fyrir félagið í úrvalsdeildinni.
Þá er Tariq Lamptey að spila sinn fyrsta leik á tímabilinu. Alexis Mac Allister er enn í fríi eftir HM.
Gabriel Jesus er frá vegna meiðsla eitthvað fram í febrúar og er því Eddie Nketiah áfram í fremstu víglínu. Oleksandr Zinchenko kemur inn í liðið fyrir Kieran Tierney.
Brighton: Sanchez, Dunk, Colwill, Estupinan, Gilmour, Gross, Lamptey, Lallana, Mitoma, Trossard, March
Arsenal: Ramsdale, White, Saliba, Gabriel, Zinchenko, Partey, Xhaka, Odegaard, Saka, Martinelli, Nketiah
Athugasemdir