City vill Wirtz - Lookman orðaður við Newcastle og Man Utd - White gæti snúið aftur í landsliðið
   lau 31. desember 2022 13:40
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Courtois: Benzema í fyrra hefði skorað fleiri mörk
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Franski framherjinn Karim Benzema var bjargvættur Real Madrid í gær þegar hann skoraði bæði mörkin í sigri á Valladolid.

Bæði mörkin komu þegar innan við 10 mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma og Real var orðið manni fleiri.

Thibaut Courtois markvörður Real Madrid sagði að Benzema hefði hæglega getað skorað fleiri mörk.

„Benzema er mjög góður. Kannski vantaði smá ryþma, hann hefur ekki spilað marga leiki síðustu þrjá mánuði. Benzema í fyrra hefði mögulega skorað fleiri mörk en fyrir sjálfstraustið er mikilvægt að skora tvö mörk, honum leið vel, hann skoraði úr víti og úr góðu færi," sagði Courtois.


Athugasemdir
banner
banner
banner