Manchester City er búið að ganga frá samkomulagi við argentínska félagið Vélez um kaup á Máximo Perrone. Þetta segir Fabrizio Romano.
Perrone er 19 ára gamall miðjumaður sem er uppalinn hjá Vélez en hann lék sitt fyrsta tímabil með liðinu á árinu.
Englandsmeistararnir hafa verið í viðræðum við Vélez um kaup á Perrone síðustu vikur og nú er munnlegt samkomulag í höfn.
Félögin ganga nú frá helstu smáatriðum áður en Perrone skrifar undir langtímasamning hjá Man City.
Hann verður ekki lánaður í eitt af minni félögum City Football Group, heldur heldur hann til Manchester og mun spila með aðalliði félagsins.
Perrone mun formlega ganga í raðir Man City eftir Suður-Ameríku mót landsliða skipað leikmönnum 20 ára og yngri.
Athugasemdir