Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 31. desember 2022 17:56
Brynjar Ingi Erluson
Einar Orri í Reyni (Staðfest)
Einar Orri Einarsson handsalar samninginn í dag
Einar Orri Einarsson handsalar samninginn í dag
Mynd: Reynir Sandgerði
Einar Orri Einarsson gekk í dag í raðir Reynis Sandgerði frá Njarðvík en hann skrifaði undir eins árs samning við félagið í dag.

Það þarf varla að kynna Einar Orra fyrir áhugamönnum um íslenskan fótbolta en þessi 33 ára gamli miðjumaður á að baki 135 leiki í efstu deild fyrir Keflavík og 91 leik í neðri deildunum.

Hann spilaði í fjórtán ár með meistaraflokki Keflavíkur áður en hann hélt til Kórdrengja árið 2019. Þar spilaði hann tvö tímabil áður en hann samdi við Njarðvík en hann hjálpaði liðinu að komast upp í Lengjudeildina í sumar.

Nú er hann kominn með aðra áskorun en í dag skrifaði hann undir eins árs samning við Reyni Sandgerði og mun því leika með liðinu í 3. deildinni á komandi tímabili.

„Ég er mjög ánægður með að ganga til liðs við Reyni. Þetta er félag með langa sögu og mikla ástríðu. Ég hlakka til að láta til mín taka á vellinum í hvítu treyjunni,“ sagði Einar Orri við undirskrift.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner