Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 31. desember 2022 17:07
Jóhann Þór Hólmgrímsson
England: Everton náði í stig á Etihad - Tækifæri fyrir Arsenal
Demarai Gray skoraði stórkostlegt mark sem tryggði stórt stig
Demarai Gray skoraði stórkostlegt mark sem tryggði stórt stig
Mynd: Getty Images

Mikil dramatík var í leikjum dagsins í ensku úrvalsdeildinni en Manchester City tapaði meðal annars stigum í toppbaráttunni.


City fékk Everton í heimsókn en heimamenn voru marki yfir í hálfleik en það var markahrókurinn Erling Haaland sem skoraði markið.

Snemma í síðari hálfleik lenti annar aðstoðardómaranna í veseni með samskiptabúnaðinn og tafðist leikurinn helling á meðan var verið að laga það.

Loksins for leikurinn aftur af stað og eftir rúmlega klukkutíma leik skoraði Demarai Gray stórkostlegt mark og jafnaði metin fyrir Everton.

City reyndi hvað þeir gátu að ná í sigurmarkið en þrátt fyrir 11 mínútna uppbótartíma tókst það ekki og Everton nældi í sterkt stig en City missti tvö dýrmæt stig í toppbaráttunni.

Fulham vann dramatískan sigur á Southampton þar sem Palhinha skoraði sigurmarkið á næst síðustu mínútu venjulegs leiktíma. Nýliðar Fulham eru í 7. sæti deildarinnar á meðan Southampton er á botninum.

Michael Olise lagði upp mörkin á Jordan Ayew og Eberechi Eze þegar Crystal Palace vann Bournemouth 2-0. Newcastle og Leeds gerðu markalaust jafntefli.

Bournemouth 0 - 2 Crystal Palace
0-1 Jordan Ayew ('19 )
0-2 Eberechi Eze ('36 )

Fulham 2 - 1 Southampton
0-1 James Ward-Prowse ('32 , sjálfsmark)
0-2 James Ward-Prowse ('56 )
1-2 Joao Palhinha ('88 )

Manchester City 1 - 1 Everton
1-0 Erling Haland ('24 )
1-1 Demarai Gray ('64 )

Newcastle 0 - 0 Leeds


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Man City 32 22 7 3 76 32 +44 73
2 Arsenal 32 22 5 5 75 26 +49 71
3 Liverpool 32 21 8 3 72 31 +41 71
4 Aston Villa 33 19 6 8 68 49 +19 63
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Newcastle 32 15 5 12 69 52 +17 50
7 Man Utd 32 15 5 12 47 48 -1 50
8 West Ham 33 13 9 11 52 58 -6 48
9 Chelsea 31 13 8 10 61 52 +9 47
10 Brighton 32 11 11 10 52 50 +2 44
11 Wolves 32 12 7 13 46 51 -5 43
12 Fulham 33 12 6 15 49 51 -2 42
13 Bournemouth 32 11 9 12 47 57 -10 42
14 Crystal Palace 32 8 9 15 37 54 -17 33
15 Brentford 33 8 8 17 47 58 -11 32
16 Everton 32 9 8 15 32 48 -16 27
17 Nott. Forest 33 7 9 17 42 58 -16 26
18 Luton 33 6 7 20 46 70 -24 25
19 Burnley 33 4 8 21 33 68 -35 20
20 Sheffield Utd 32 3 7 22 30 84 -54 16
Athugasemdir
banner
banner
banner