Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 31. desember 2022 22:04
Brynjar Ingi Erluson
Forseti La Liga svarar Vinicius fullum hálsi - „Hann er ósanngjarn"
Vinicius Junior
Vinicius Junior
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Spænska deildin hefur ekkert gert til að berjast gegn rasisma en þetta segir brasilíski sóknarmaðurinn Vinicius Junior. Forseti La Liga hefur nú svarað honum fullum hálsi og segir þennan ágæta leikmann Real Madrid ósanngjarnan.

Brasilíumaðurinn hefur áður kvartað yfir kynþáttafordómum á Spáni en hann er óánægður með aðgerðaleysi spænsku deildarinnar og hefur enn og aftur kallað eftir breytingum.

Hann varð fyrir fordómum er Real Madrid vann 2-0 sigur á Real Valladolid í gær og lýsti þá yfirvonbrigðum sínum með La Liga.

„Rasistar halda áfram að mæta á vellina og horfa á stærstu félög heims með berum augum og enn og aftur gerir La Liga ekkert til að sporna við þessu. Ég held ótrauður áfram og fagna sigrum mínum og allra í Madríd. Þegar allt kemur til alls er þetta mér að kenna,“ sagði Vinicius.

Javier Tebas, forseti La Liga, er ekki sáttur með þessi skilaboð Vinicius og segir leikmanninn ósanngjarnan.

„Við hjá La Liga höfum barist við rasisma í mörg ár. Vinicius er óheppinn, ósanngjarna og mér finnst ekki rétt að segja að La Liga hefur ekkert gert til að stöðva rasisma. Leitaðu þér upplýsinga um þetta. Við erum hér til að hjálpa þér svo við getum öll farið í sömu átt,“ sagði Tebas.


Athugasemdir
banner
banner
banner